Stemningin er að stigmagnast í Sjallanum enda stutt í að úrslitakvöldið sjálft hefjist. Þórsarar eiga tvo keppendur á stóra sviðinu.
Valþór Atli Birgisson og Michael Reinhold náðu lengst Þórsara í karlaflokki. Valþór Atli mætir Pétri Rúðrik Guðmundssyni í átta manna úrslitum á úrslitahátíðinni sem hefst að viðstöddu fjölmenni í Sjallanum núna kl. 19. Til gamans má geta þess að Valþór Atli sló út son Péturs, Alex Mána, í 16 manna úrslitum. Valþór Atli sigraði Ríkarð Garðarsson, 3-0, í 64ra manna úrslitum, síðan Árna Ágúst Daníelsson, 3-2, í 32ja manna úrslitum, og Alex Mána Pétursson, 4-3, í 16 manna úrslitum
Michael Reinhold mætir Lukasz Knapik í átta manna úrslitum. Michael vann Ægi Eyfjörð Gunnþórsson 3-0 í 64ra manna úrslitum, Ívar Guðlaugsson, einnig 3-0 í 32ja manna úrslitum og Jón Svavar Árnason 4-1 í 16 manna úrslitum.
Úrslitaleikur í kvennaflokki
- Ingibjörg Magnúsdóttir – Brynja Herborg
Kolbrún Gígja Einarsdóttir komst lengst Þórsara í kvennaflokknum, en hún fór í undanúrslit mótsins. Kolbrún Gígja hafði áður unnið Freyju Björk 3-0 í 16 manna úrslitum og Maríu Marinósdóttur 3-0 í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.
Viðureignir átta manna úrslitanna í karlaflokki:
- Valþór Atli Birgisson – Pétur Rúðrik Guðmundsson
- Dilyan Kolev – Alexander Veigar Þorvaldsson
- Jón Ragnar Helgason – Matthías Örn Friðriksson
- Lukasz Knapik – Michael Reinhold