Pílumótið Akureyri Open fór fram um helgina, það fjölmennasta hingað til. Brynja Herborg og Dilyan Kolev eru sigurvegarar mótsins.
Kvennaflokkur
Brynja Herborg sigraði Ingibjörgu Magnúsdóttur í úrslitaleik 3-1.
Kolbrún Gígja Einarsdóttir komst lengst Þórsara í kvennaflokki, en hún féll út í undanúrslitum eftir 1-4 tap fyrir Brynju Herborgu.
Karlaflokkur
Dilyan Kolve sigraði Matthías Örn Friðriksson í úrslitaleik 5-3.
Valþór Atli Birgisson og Michael Reinhold náðu lengst Þórsara í karlaflokki, komust báðir í átta manna úrslit. Pétur Rúðrik Guðmundsson sló Valþór Atla út með 4-3 sigri og Lukasz Knapik sló Michael út með 4-1 sigri.
Þröstur Þór Sigurðsson vann forsetabikarinn svokallaða, en um hann keppa þeir sem ekki komust upp úr riðlinum í 64ra manna úrslitin. Þröstur Þór sigraði Val G. Sigurgeirsson í úrslitaleik, 4-0.
Dilyan Kolev og Brynja Herborg fagna sigri í Akureyri Open 2024.