Home Fréttir Akureyri Open 2025 – Upplýsingar til keppenda

Akureyri Open 2025 – Upplýsingar til keppenda

by AddiMinn

Tíminn líður hratt og það styttist óðfluga í Akureyri Open 2025 en það verður haldið helgina 4.-5. apríl í Sjallanum Akureyri.

ATH. Ef þið þurfið að afskrá ykkur í mótið, vinsamlegast látið vita með því að senda tölvupóst á, pila@thorsport.is

Hér fyrir neðan koma nokkrir punktar varðandi mótið sjálft og utanumhald.

Varðandi laugardagskvöldið:

Skráðir keppendur í mótið eru með miða í Sjallann á úrslitakvöldið á laugardagskvöldið. Áætlað er að eftirspurn eftir miðum sem fara í sölu á úrslitakvöldið verði mikil og Sjallinn rúmar líklegast ekki allan þann fjölda. Til að fyrirbyggja misskilning þá fá keppendur forgang að sætum í Sjallanum á úrslitakvöldinu 😊

Við biðjum alla keppendur sem ætla EKKI að nýta miðann sinn á úrslitakvöldið að senda tölvupóst á pila@thorsport.is þess efnis.

Þeir aðilar sem ætla hinsvegar að nýta sér miðann sinn eru beðnir um að senda tölvupóst á dori@sjallinn.is og bóka sér borð

Ef keppendur vilja bóka borð saman þá þarf einn keppandi að senda póst á dori@sjallinn.is með nafnalista á þeim keppendum sem ætla sitja saman. Við reynum svo eftir fremsta megni að verða við þeim óskum.

Að mótinu sjálfu og fyrirkomulagi:

Gera þurfti breytingu frá upphaflegu fyrirkomulagi mótsins þar sem skráning gekk vonum framar. Mótið var stækkað úr 160 keppendum í 224 keppendur og sundurliðast þannig:
Í karlaflokki eru 192 skráðir keppendur og í kvennaflokki eru 32 keppendur. Á biðlista eru 33 karlar og tvær konur.
Við viljum biðja þá keppendur sem þurfa að afskrá sig að láta okkur vita sem fyrst með því að senda tölvupóst á pila@thorsport.is

Í karlaflokki verður spilað í 32 riðlum og verða sex keppendur í hverjum riðli. Efstu fjórir keppendur í hverjum riðli fara áfram í A úrslit og eiga möguleika á að keppa á FinalEvent á laugardagskvöldinu. Tveir neðstu keppendur í hverjum riðli fara í forsetabikar.

Í kvennaflokki verður spilað í fjórum riðlum og verða átta keppendur í hverjum riðli. Efstu fjórir keppendur í hverjum riðli fara áfram í A úrslit og eiga möguleika á að keppa á FinalEvent á laugardakvöldinu. Aðrir keppendur eru úr leik.

Tímasetningar verða eftirfarandi:

Fyrri helmingur af riðlakeppni karla hefst kl 14:00 föstudaginn 4. apríl og seinni helmingur byrjar kl 18:00.

Sjallinn opnar kl 12:00 á föstudaginn og allir keppendur þurfa að nálgast armband sem staðfestir þátttöku þeirra í mótinu. Þeir karlar og konur sem hefja leik seinna um daginn geta nálgast armbandið seinna um daginn ef þess er óskað. Mæta þarf að lágmarki 45 mín áður en keppni hefst.

Riðlakeppni hjá körlum klárast á föstudegi og útsláttur hefst kl 10:00 á laugardagsmorgni. Í kvennaflokki verða leiknar 5 umferðir í öllum riðlum og tvær umferðir spilaðar frá kl 10-12 á laugardagsmorgni. Í framhaldi af því byrjar 16 manna úrslit hjá konum.

Úrslitakvöldið hefst svo kl 19:30 í Sjallanum en þar verða 8 manna úrslit karla spiluð, undanúrslit karla og úrslitaleikur kvenna og karla.

Nánari tímasetningar koma þegar nær dregur móti. Áætlað er að riðlaskipting verði birt 2. apríl næstkomandi. Mótið verður spilað á Dartconnect.

Með armbandið á hendi fást tilboð og sérkjör hjá eftirfarandi fyrirtækjum:

Akureyri Backpackers – 20% afsláttur af mat og drykk (gildir ekki á happyhour en þá er bjórinn á 750kr!)
Kaffistofan ehf – 25% afsláttur af kaffibolla – besti bolli bæjarins segja bæjarbúar.
Vamos Akureyri – 20% afsláttur af drykk (gildir ekki á happyhour og ekki eftir miðnætti)
Hótel Akureyri – Sérkjör á gistingu með kóðanum „sjallypally“

Við minnum á að fylgjast með hér á heimasíðu mótsins, en hér koma inn allar helstu upplýsingar mótsins.

Hér svo hægt að sjá skráningu í mótið.

Russ Bray og John McDonald geta ekki beðið eftir að mæta í Sjallann! 😊

Ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er óljóst.

Sjáumst á Akureyri Open 2025 – helgina 4.- 5. apríl!
Mótsstjórn SjallyPally

You may also like