Biðin er loks á enda!
Nú eru riðlar klárir fyrir SjallyPally og hægt er að sjá þá hér á Dartconnect: https://tv.dartconnect.com/event/akureyriopen25
Föstudagurinn 4.4
Riðlakeppni karla hefst kl 14:00 og konum klukkan 18:00
- Riðlar AA til AP hjá körlum hefja leik klukkan 14:00
- Riðlar AQ til BF hjá körlum hefja leik klukkan 18:00
- Riðla hjá konum hefjast kl 18:00.
Sjallinn opnar kl 12:00 á föstudaginn og þurfa keppendur að nálgast armbönd og staðfesta þátttöku í mótið að minnsta kosti 60 mín áður en keppni hefst. Þeir keppendur sem eru að keppa kl 18:00 geta nálgast armbönd frá kl 16:30-17:00 í Sjallanum.
Laugardagurinn 5.4
Útsláttur karla hefst klukkan 10:00, þar eru 128 manns og spilað verður best of 7
Forsetabikar hefst klukkan 11:30, þar eru 64 manns og spilað verður best of 5 að úrslitaleik, en þá er spilað best of 7
Riðlakeppni kvenna heldur áfram klukkan 10:00 en reiknað er með að 16 manna úrslit kvenna geti hafist um 12:00.
Það hefur aðeins borið á afskráningum síðustu daga og viljum við biðja keppendur að láta okkur vita sem fyrst ef þið þurfið að afskrá ykkur með því að senda tölvupóst á pila@thorsport.is
Sjallinn er farinn að líta út einsog píluhöll en það er búið að setja upp 36 píluspjöld í Sjallanum!
Þeir keppendur sem eiga eftir að bóka borð í Sjallanum á laugardagskvöldið eru beðnir um að gera það sem allra fyrst með því að senda tölvupóst á dori@sjallinn.is
Einnig viljum við biðja keppendur að halda breytingum á borðaskipan í lágmarki.
Sjáumst í Sjallanum á SjallyPally25 næstu helgi!