Home Fréttir SjallyPally hefst á morgun!

SjallyPally hefst á morgun!

by AddiMinn

Sjallinn er tilbúinn, við erum tilbúin og við vitum að þið eruð tilbúin fyrir SjallyPally!

Það var örlítil breyting á tímasetningum á tveimur riðlum en búið er að hafa samband við alla keppendur í þeim riðlum og ætti þetta því ekki að koma neinum á óvart.

Hér er skipulag morgundagsins:

-Sjallinn opnar kl 12:00
-Afhending armbanda frá kl 12:00 – 13:00.
-ATh mæting að lágmarki 60 mín fyrir
-Keppni hefst í karlaflokki kl 14:00

-Afhending armbanda frá kl 16:30 – 17:00
-Ath mæting að lágmarki 60 mín fyrir
-Keppni hefst í karla- og kvennaflokki kl 18:00

Þeir riðlar sem hefja leik kl 14:00 eru eftirfarandi:
AA – AB – AC – AD – AE – AF – AG – AH – AI – AJ – AK – AL – AM – AN – AO – AP – AR – AS

Þeir riðlar sem hefja leik kl 18:00 eru eftirfarandi:
AQ – AT – AU – AV – AW – AX – AY – AZ – BA – BB – BC – BD – BE – BF

Leikir í kvennaflokki hefjast kl 18:00.

Spaldafyrirkomulag:

Á myndum í þessari færslu má sjá spjaldafyrirkomulag í Sjallanum og hvar spjöldin eru staðsett um húsið. Þetta er svipað upplegg og fyrir ári síðan nema að engin spjöld er á jarðhæð og í staðinn eru spjöld á svölunum.

Spilafyrirkomulag:

Í riðlakeppni verður spilað best of 5, fyrrnefndur á riðlablaði byrjar að búlla og gengur búllið í gegn. Ef leikur hefur ekki verið kláraður eftir 15 umferðir verður búllað upp á sigur í þeim legg.

Í útslætti verður spilað best of 7 í A keppni karla og í kvennaflokki en best of 5 í forsetabikar.

Reglur Akureyri Open 2025:

Snyrtilegur klæðnaður, engar stuttubuxur, enga inniskó og engar derhúfur.

Mótsstjórar mótsins eru eftirfarandi aðilar:

Arna Rut
Davíð Odds
Viðar Vald

Sjáumst spræk á morgun og allir með bros á vör!

Kv mótsstjórn Akureyri Open 2025!

You may also like