SjallyPally25
Hvar eigum við að byrja?
Frábært mót, frábært lokakvöld, frábær mæting, frábært pílukast, við erum í skýjunum!
Sjallanum var breytt í píluhöll en 36 píluspjöld voru sett upp í Sjallanum, alvöru SjallyPally!
Keppendur voru 222, 192 karlar og 30 konur. Mótið hófst kl 14:00 á föstudegi þegar 108 karlar mættu til leiks og byrjuðu leiki í sínum riðli. Allt gekk samkvæmt áætlun og seinni riðlar karla og kvennakeppni hófst kl 18:00.
Mikil eftirvænting var í loftinu og tilhlökkun meðal keppenda og andrúmsloftið var frábært. Allir með bros á vör og mættir til að keppa í pílukasti.

Á laugardegi kl 09:00 opnaði Sjallann og keppendur fóru að týnast inn. Útsláttur í A keppni hjá körlum hófst kl 10:00 þegar 128 manna útsláttur hófst. Mikil spenna og ljóst að keppendur ætluðu að vinna og færast nær sæti á úrslitakvöldinu.
Útsláttur í A keppni hélt áfram á sama tíma og riðlakeppni kvenna kláraðist. Útsláttur í forsetabikar hófst uppúr kl 11:30 en þar kepptu 60 keppendur um titil.
Allt gekk áfram samkvæmt áætlun þó eilítil seinkun hafi verið á forsetabikar þá hélt keppni í A keppni áfram ásamt útslætti hjá konum.
Kl 13:30 hófust stærstu leikir mótsins hjá körlum þegar 16 manna úrslitin fóru í gang á 8 spjöldum í gryfjunni. Það voru alvöru einvígi sem áttu sér stað og spennan í loftinu var í hámarki.
Þeir keppendur sem mættust í 16 liða úrslit karla voru:
- Matthías Örn vs Björn Steinar (4-2)
- Halli Egils vs Björn Leon (2-4)
- Arngrímur Anton vs Halli Birgis (4-3)
- Óskar Jónasson vs Dilyan Kolev (4-3)
- Vitor Charrua vs Guðlaugur Gústafson (4-0)
- Ingi Þór vs Friðrik Jakobsson (0-4)
- Alexander Veigar vs Árni Ágúst (4-0)
- Jón Oddur vs Magnús Már (4-1)
Það voru því Matti, Björn Leon, Anton, Óskar J, Vitor, Friðrik Jakobs, Alexander Veigar og Jón Oddur sem tryggðu sér sæti á úrslitakvöldi SjallyPally25.

Í kvennaflokki fór að draga til tíðinda uppúr kl 13:00 þegar 16 manna útsláttur fór afstað. Kl 14:30 fóru undanúrslit kvenna í gang og það voru eftirfarandi keppendur sem mættust:
- Brynja Herborg vs Ingibjörg Magnúsdóttir (0-4)
- Steinunn Dagný vs Kitta Einarsdóttir (2-4)
Það voru því Ingibjörg og Kitta sem tryggðu sér þátttökurétt á úrslitakvöldi SjallyPally25!
Forsetabikar karla hélt ótrauður áfram og undanúrslitaleikirnir voru spennuþrungnir.
- Árni Gísli vs Guðmundur Kemp (3-2)
- Hannes Bjarni vs Sigurður Elíasson (3-2)
Í úrslitum mættust þórsararnir tveir Árni Gísli og Hannes Bjarni og var það Árni Gísli sem hafði betur, 3-0. Óskum Árna innilega til hamingju með sigurinn.
Hlé var gert á mótinu og öll píluspjöld og búnaður voru borin úr Sjallanum og í staðinn komu inn borð og stólar. Þökkum öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við það!
Kl 18:00 opnaði Sjallinn fyrir þá sem höfðu tryggt sér miða í úrslitakvöldið. 550 manns komu sér fyrir í gryfjunni og á svölunum og hitinn var óbærilegur í húsinu!

Dóri Ká setti kvöldið af stakri prýði eins og honum einum er lagið. Hann kynnti John McDonald og Russ Bray inn á sviðið og það má segja að salurinn hafi gjörsamlega sprungið og þakið hafið rifnað af kofanum. Fyrstu leikir fóru í gang og pílukastið var gott. Meðaltal var í kringum 70 í flestum leikjum og oft á tíðum hærra. Russ Bray fékk að segja 180 nokkrum sinnum og salurinn elskaði það!

Að endingu voru það Matthías Örn Friðriksson og Alexander Veigar sem mættust í úrslitaleik. Báðir voru að spila á tæplega 80 í meðaltali en útskotin voru að stríða Matta og var það Alexander Veigar sem sigraði leikinn 5-1!
Alexander spilaði frábært pílukast í gegnum allt mótið og er vel að sigrinum kominn, óskum honum innilega til hamingju!

Í kvennaflokki voru það Ingibjörg og Kitta sem mættust í úrslitum. Ingibjörg tryllti svo sannarlega salinn með inngöngulaginu sínu og má segja að hún hafi komið sér í góðan gír áður en úrslitaleikurinn hófst.
Ingibjörg spilaði virkilega vel í úrslitaleiknum og vann 4-1! Óskum Ingibjörg innilega til hamingju með sigurinn á SjallyPally25!

Mótsstjórn SjallyPally25 er búin að vera í skýjunum síðan mótinu lauk. Gæðin í pílukastinu voru frábær. Matti skellti í 100,7 í avg í einum leik, stóri fiskurinn var dreginn á land af Sigurði Elíassyni. Við verðum þó að biðja Sigurð innilega afsökunar á því að hafa ekki tekið hann uppá svið í verðlaunaafhendingunni, upplýsingar fóru á mis og biðjum við okkar mann afsökunar.
Góðgerðarleikurinn okkar heppnaðist vel en í heildina voru 116x 180’s sem keppendur hentu í!
Það safnaðist því 580.000.- (5.000kr fyrir hvert 180’s) sem rennur allt til Hetjanna, félag langveikra barna á norðurlandi. Frábært það
Við viljum þakka öllum þeim sem komu að mótinu með einhverjum hætti. Ykkar hjálp er ómetanleg í alla staði. Þið vitið hver þið eruð!
Svo eru það Dóri Ká og María
- Dóri Ká – þvílíkur fagmaður fram í fingurgóma – TAKK!
- María – allt skipulag í tengslum við Sjallann – TAKK!
- Arna mótsstjóri – WOW! þvílíkur fagmaður þegar kemur að mótahaldi. TAKK Arna Rut!
Þvílík helgi – Sjallinn er made for SjallyPally!
Eftirfarandi fyrirtækjum viljum við þakka fyrir styrki og aðstoð í tengslum við mótið:
- Húsasmiðjan
- Á ferð og flugi ehf
- Tengir
- Exton
- Sjallinn
- Coca-Cola
- Skógarböðin
- Höldur
- Eyjabiti
- VÍS
- Securitas
- Betri fagmenn
- SjallyPally er EPIC!
Takk fyrir okkur.
Þangað til næst, SjallyPally26!