Home Fréttir Akureyri Open 2025 – Tilkynning frá mótsstjórn

Akureyri Open 2025 – Tilkynning frá mótsstjórn

by AddiMinn

#SJALLYPALLY25

Fyrst viljum við þakka öllum þeim sem skráðu sig til leiks á Akureyri Open 2025! 🙏

Fyrir áhugasama þá varð mótið uppselt á fjórum mínútum en þá höfðu yfir 200 keppendur skráð sig til leiks. Heildarfjöldi skráðra keppenda í mótið eru 280. Það þýðir að biðlisti taldi um 120 keppendur m.v. hámark keppenda í upphafi.

Í ljósi fjölda af skráningum í mótið sá mótsstjórn engan annan kost í stöðunni en að reyna fjölga keppendum í mótinu.

Farsæl lausn fannst og er hún eftirfarandi:
Fjöldi í karlaflokki verður hækkaður úr 128 í 192. Spilað verður í 32 riðlum og verða 6 keppendur í hverjum riðli.

Breyting verður einnig á tímasetningum en mótið hefst kl 14:00 á föstudeginum 4. apríl. Í riðlakeppni karla verður fyrirkomulagið þannig að efstu fjórir keppendur fara í A keppni og eiga möguleika á að keppa á stóra sviðinu á laugardagskvöldinu og neðstu tvö sætin fara í forsetabikar.

Áætlað er að klára riðlakeppni á föstudegi og allur útsláttur verði á laugardegi.

Í kvennaflokki verður fjöldinn sá sami (32 keppendur) og hefst keppni kl 18:00 föstudaginn 4. apríl.

Nokkrir punktar:
Í athugasemdum hér fyrir neðan er skráningarskjal með öllum þeim skráningum sem bárust. Þar er hægt að sjá hverjir eru á biðlista og númer hvað þeir eru. Skjalið verður uppfært jafnóðum og afskráningar berast ef einhverjar verða. Allar afskráningar þurfa að berast í tölvupósti á netfangið pila@thorsport.is

Þátttökugjald í mótið er 10.000kr og hvetjum við alla keppendur að ganga frá því sem allra fyrst. Þeir keppendur sem hafa ekki greitt þátttökugjald 10. febrúar næstkomandi verða afskráðir úr mótinu og næsti aðili á biðlista kemur inn. Millifæra skal þátttökugjald inn á reikning 0565-14-003556, kt 410311-0460.

Ef eitthvað er óljóst má senda tölvupóst á pila@thorsport.is og svarað verður eins fljótt og hægt er.

Að endingu óskum við eftir því að forráðamenn virði þá ákvörðun mótsstjórnar að setja aldurstakmark á mótið (16 ára). Skilaboð hafa borist á aðila innan mótsstjórnar sem eru misjafnlega kurteis. Þessari ákvörðun mótsstjórnar verður ekki breytt.

Hlökkum til að taka á móti öllum í höfuðstað hins bjarta norðurs!

Frekari upplýsingar um samstarfsaðila mótsins og tilboð til þátttakenda koma hér inn á næstu dögum. Fylgist vel með!

Mótsstjórn Akureyri Open – SjallyPally25 🎯🎯

You may also like